Umhverfisfræðinemar í Hellisheiðarvirkjun

Nemendur í Hellisheiðarvirkjun
Nemendur í Hellisheiðarvirkjun

Í síðustu viku fóru Ásgeir og Sigurkarl raungreinakennarar með umhverfisfræðinema í Hellisheiðarvirkjun til að skoða starfsemina þar.

Þessi virkjun er jarðvarmavirkjun og sú stærsta hér á landi. Hún framleiðir bæði jarðhita og raforku fyrir höfuðborgarsvæðið.

Virkjunin er sú eina á heimsvísu sem notar svo kallaða carbfix aðferð en með því er koltvíoxíðsútblæstri komið ofan í jörðina og breytt í steinefni.

Ferðin er liður í því að nemendur skoði og skilji betur orkunotkun landans en jarðhitaorkan og vatnsorkan eru þeir orkugjafar sem við nýtum lang mest hér á landi.

Ferðin gekk í alla staði vel og þrátt fyrir smá töf í byrjun var komið á réttum tíma til baka og allir sáttir og glaðir að ferð lokinni.