BÓKF3BÁ05 - Bókfærsla ársreikninga

Undanfari : BÓKF2FB05

Lýsing

Meginhluti áfangans felst í gerð og greiningu ársreikninga. Farið er í lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Áhersla er lögð á uppsetningu rekstrar- og efnahagsreiknings í samræmi við lög um ársreikninga. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Ársreikningar eru túlkaðir með kennitölum. Fengist er við áætlanagerð og frávikagreiningu.