DANS1FR05 - Framhald

Undanfari : Fyrir nemendur sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1GR05.

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn og hlustun og tal þjálfað. Þeir eiga að vera færir um að skilja tiltölulega einfalda, almenna texta. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og farið er í gegnum undirstöðuatriði málfræðinnar. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn.