DANS1GR05 - Grunnáfangi

Undanfari : Eingöngu fyrir nemendur sem fengu D á grunnskólaprófi.

Lýsing

Í áfanganum er farið í grunnatriði danskrar málfræði, unnið með létta texta til að auka lesskiling og orðaforða. Stefnt er að því að gera nemendur færa um að skilja tiltölulega einfalda, almenna texta. Hlustun er þjálfuð. Unnið er með grunnatriði í danskri málfræði. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn, og unnið að því að gera viðhorf nemenda til tungumálsins jákvæða.