DANS2KV05 - Kvikmyndir

Undanfari : DANS2SO03

Lýsing

Lögð er áhersla á danskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem og tiltekna leikara og leikstjóra. Kynnt er dönsk kvikmyndasaga í máli og myndum. Fjallað er um leikara og leikstjóra sem skarað hafa fram úr í danskri kvikmyndagerð og einnig um þær kvikmyndir sem taldar eru tímamótaverk og eru samnefnari fyrir þá strauma og stefnur sem ríkjandi hafa verið á ákveðnum tímabilum. Þá eru sýndar valdar kvikmyndir í kjölfar kynninga nemenda á tilteknum leikara og/eða leikurum, efni og þeirri samtímasögu sem endurspeglast í verkunum.