DANS2LO05 - Lesskilningur og orðaforði

Undanfari : Fyrir nemendur sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1FR05.

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn og hlustun og tal þjálfað svo að þeir geti tjáð sig skriflega og munnlega um undirbúin efni. Þeir eiga einnig að vera færir um að skilja venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og læra að beita undirstöðuatriðum málfræðinnar. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn.