DANS2SO03 - Sérhæfður orðaforði

Undanfari : DANS2LO05

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri og sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Þeir eiga að geta tjáð sig lipurt bæði munnlega og skriflega. Nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt að verkefnum og geta lagt mat á eigin vinnu. Nemendum er áfram veitt innsýn í danska menningu og siði.