Lýsing
Í áfanganum er unnið með lestur og hlustun tengd ýmsu námsefni sem nemendur velja ýmist sjálfir eða af lista. Nemendur vinna margs konar verkefni út frá námsefninu og temja sér hugtök og orðaforða tengd bókmenntum og bókmenntagreiningu.
Markmið áfangans er að auka lestrarhæfni, orðaforða, skilning og að nemendur tileinki sér helstu hugtök í bókmenntagreiningu í dönsku, sjálfstæð vinnubrögð og öðlist frekari þjálfun í munnlegri færni.
Einnig er leitast við að nemandinn tileinki sér frekari orðaforða og öðlist innsýn í danskar bókmenntir sem og menningu með hlustun og lestri. Nemandinn þarf að tileinka sér vinnubrögð við að leggja mat á og túlka viðfangsefni áfangans. Við lok áfangans er miðað við að nemendur hafi náð C1 þrepi í skilningi og eiga því auðveldara með að stunda nám í dönsku málaumhverfi.