DANS3KH05 - Kaupmannahöfn

Undanfari : DANS2SO03

Lýsing

Borgin Kaupmannahöfn er aðalviðfangsefni áfangans. Fjallað er um menningu borgarinnar og sögu íslenskra námsmanna í Danmörku fyrr og nú. Dagleg samskipti á dönsku eru æfð og nemendur afla sér upplýsinga á dönsku og íslensku í gegnum ýmsa netmiðla og lesefni sem tengjast efni áfangans. Nemendur undirbúa fjögurra daga ferð til Kaupmannahafnar. Þangað er farið og vinna nemendur þar verkefni í tengslum við ferðina sem og eftir heimkomu. Þekktustu staðir borgarinnar og söguslóðir Íslendinga eru heimsóttir.