DANS3SO05 - Sérhæfður orðaforði

Undanfari : DANS2SO03

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sögu og menningu Danmerkur. Einnig er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Þeir eiga að geta tjáð sig lipurt bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur geti beitt meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningarfræði bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um notkun mismunandi stílbragða við ritun texta. Þeir séu færir um að lesa flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Í áfanganum er kynning á sænsku og norsku bæði munnlega og skriflega og kynning á málsögu norðurlandamála. Mikil áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á eigin námsfrávindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð.