ENSK2EB05 - Enski boltinn

Undanfari : ENSK2MS05

Lýsing

Í þessum áfanga munu nemendur kynna sér enska boltann frá ýmsum sjónarhornum. Lögð er áhersla á að nemendur tjái sig skriflega og á faglegan máta Nemendur þjálfast í að nota sérhæfðan orðaforða sem tengist íþróttum. Nemendur skrifa ýmiss konar texta sem tengjast enska boltanum og halda úti þar til gerðri heimasíðu. Skólastofan tekur á sig mynd fréttastofu þar sem fram fer teymis- og einstaklingsvinna.