ENSK2MS05 - Menning og skapandi skrif

Undanfari : Fyrir þá sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið ENSK1UB05.

Lýsing

Í þessum áfanga munu nemendur kynna sér menningu í enskumælandi löndum í gegnum samtímabókmenntir. Lögð er áhersla á að nemendur tjái sig munnlega og skriflega og beiti málinu af nákvæmni. Nemendur skrifi ýmiss konar efni frá eigin brjósti.