ENSK3FA05 - Faggreinaenska

Undanfari : ENSK3HR05

Lýsing

Meginmarkmið áfangans er að auka og auðga orðaforða, efla skilning á grundvallarhugtökum ýmissa fræðasviða, þjálfa nemendur í lestri faglegra texta og að nýta sér sérhæfðan orðaforða, t.d. við gerð skýrslna, útdrátta og kynninga. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt með fjölbreytt efni og hafi val um margvísleg verkefni, t.d. innan tiltekinna fræðigreina.