ENSK3HR05 - Heimildavinna og ritun

Undanfari : ENSK2KK05

Lýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna nemendum að beita þeim rithefðum sem notaðar eru í enskumælandi löndum og farið í þætti eins og inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag. Nemendur þjálfist í að leita heimilda, t.d. á Netinu, og vinna úr þeim samkvæmt APA-kerfinu.