FATA2SG05 - Sniðagerð

Undanfari : FATA1ST05

Lýsing

Kennd er sniðagerð fyrir teygjanleg efni og saumtækni á slíkum efnum. Kynnt er útfærsla á sniðum og saumur á undir- og sundfatnaði. Stærðarbreytingar (gradering) á sniðum eru kynntar. Flóknari saumtækniatriði eru unnin eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Kennd er frjáls formun (drapering) sniða beint á gínu. Sérstök áhersla er lögð á vandvirkni við alla þætti áfangans.