FATA2UY05 - Utanyfirflíkur

Undanfari : FATA1SS05

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur að hanna og sauma fóðraða yfirhöfn. Nemendur skoða yfirhafnir í sögulegu samhengi og fræðast um kosti þess að fóðra flík. Nemendur þroska með sér tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði. Nemendur þjálfast í hugmyndavinnu, skissuteikningu og tölvunotkun varðandi hugmyndavinnu og upplýsingaöflun. Nemendur skoða mismunandi hráefni fyrir utanyfirflíkur. Nemendur kynnast uppbyggingu grunnsniðs af jakka, viðbótarhreyfivídd og kynnast ýmsum sniðútfærslum og sniðbreytingum út frá því. Þeir kynnast mikilvægi prufuflíka úr lérefti til mátunar og framkvæmd sniðleiðréttinga. Nemendur kynnast sniðagerð og saumi á ýmsum saumtækniatriðum eins og krögum og vösum. Nemendur þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við sníðingu á efni, fóðri og flísilíni. Nemendur þjálfast í skapandi og sjálfstæðum vinnubrögðum við að skilgreina forsendur og skipuleggja vinnuferli. Þjálfun í nákvæmum og vandvirkum vinnubrögðum.