FATA3KJ05 - Kjólar

Undanfari : FATA2UY05

Lýsing

Lögð er áhersla á mikilvægi hönnunar í efnis-, snið-, munstur- og litavali. Einnig er fata- og stílsagan höfð til viðmiðunar. Nemandi lærir að tengja máltöku við vaxtar- og stærðarval auk sniðbreytinga, ásamt því að kynnast fjölbreytni sniða og samræmingu milli vals á efni og sniðum. Megináhersla er lögð á útfærslu hugmynda yfir í sniðteikningu og prufuflík að fullunnu verki. Nemandi vinnur skissubók, útbýr vinnuskýrslu með útskýringum á vinnu sinni frá prufu að fullgerðum kjól. Lögð er áhersla á skapandi hugsun, frumkvæði og frumleika. Einnig eiga nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og þjálfa hæfni til að tjá sig og rökstyðja verkefni sín.