FATA3LF05 - Lokaáfangi fyrri

Undanfari : Allir áfangar á fatahönnunarsviði að undanskildum FATA3ls05.

Lýsing

Lokaáfangar í fatahönnun eru tveir og FATA3lf05 er sá fyrri. Nemendur vinna sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þemavinnu. Nemendur skila hugmyndavinnu, fylgja skipulögðu vinnuferli í formi dagbókar, vinnuskýrslu þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir hugmyndum, framkvæmd og framvindu verksins auk undirbúnings-, tilrauna- eða rannsóknarvinnu. Nemendur skila öllum sniðum og prufuflíkum í lok áfangans.