FÉLA3HÞ05 - Hnattvæðing og þróunarlönd

Undanfari : FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05

Lýsing

Í áfanganum verður fjallað um hnattvæðingu og þróunarlönd. Hvað eru þróunarlönd og hver eru helstu einkenni þeirra? Hvar eru þau og hver er staða þeirra? Einnig verður hugtakið hnattvæðing skilgreint, kostir hnattvæðingar og gallar ræddir. Fjallað verður um orsakir og afleiðingar fátæktar í þróunarlöndum. Þróunarlönd og þróuð lönd verða borin saman og samskipti þeirra skoðuð. Þróunarhjálp og þróunarsamvinna verður skilgreind í sögulegu ljósi. Kynntar verða helstu kenningar um þróun og þróunarsamvinnu.