FÉLV2AF05 - Aðferðir félagsvísinda

Undanfari : FÉLV1IF05

Lýsing

Áhersla er lögð á að kenna vinnubrögð félagsvísinda. Farið er ítarlega í hvernig vinna á með heimildir og hvernig skrifa á skýran texta í formi heimildaritgerðar. Notkun APA-kerfisins er kennd. Aðferðir félagsvísinda eru kynntar, mikið er unnið með rannsóknir á ólíkum sviðum, þær túlkaðar og bornar saman. Í áfanganum eru kynntar helstu kenningar og aðferðir félagsvísinda (félagsfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði og stjórnmálafræði). Nemendur eru svo þjálfaðir í því að nota kenningarnar á samfélagsleg viðfangsefni.