FJÁF3FF05 - Fjármál fyrirtækja

Undanfari : STÆR2FJ05 og HAGF2AR05

Lýsing

Fjallað er um helstu atriði fjármálastýringar s.s. núvirðisútreikninga, ávöxtunarkröfu, útreikninga á verði skuldabréfa og hlutabréfa, útreikninga á áhættu í fjárfestingum, raun- og nafnávöxtun og helstu kennitölur í fjármálum fyrirtækja. Lögð er áhersla á að ná tökum á hagnýtum útreikningum á sviði fjármála fyrirtækja með það fyrir augum að bera saman og velja á milli ólíkra fjárfestingarvalkosta.