FJÖL2AJ05 - Auglýsingar og jafnrétti

Undanfari : FÉLV1IF05

Lýsing

Í þessum áfanga er farið yfir grunnþætti auglýsingasálfræði og sögu auglýsinga. Jafnframt er stiklað á stóru í sögu jafnréttis eins og hún birtist í fjölmiðlum og víðar. Fjallað verður um áróður af ýmsu tagi, opinn jafnt sem dulinn, svo og sérstakar herferðir eins og hinn jákvæði áróður er oft nefndur. Fjallað verður um fréttaflutning, greinaskrif, auglýsingar og annað fjölmiðlaefni á gagnrýninn hátt. Kynjafræði verður kennd og lögð áhersla á staðalmyndir kvenleika og karlmennsku, kynjaðar neysluvenjur, kynbundið ofbeldi og klám og áhrif þess á kynheilbrigði. Þá verða hinseginfræði (e. Queer theory) kynnt.