FJÖL3BL05 - Blaðamennska

Undanfari : FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05

Lýsing

Áfanginn kynnir hlutverk, tilgang og þýðingu blaðamennsku í samfélaginu og fyrir samfélagið. Þróun blaðamennsku er rakin í sögulegu og menningarlegu samhengi, fréttir eru brotnar til mergjar og fjallað um helstu skilgreiningar sem snúa að fréttum. Vikið verður að uppbyggingu frétta og samanburði á mismunandi tegundum frétta, fréttaskýringum og mannlífsefni. Rakin verður þróun ljósvakamiðlunar og helstu tegundir ljósvakamiðla skoðaðar, frá tilkomu útvarps og sjónvarps. Áhersla verður lögð á samspil klassískra ljósvakamiðla, netsins og nýrra miðla. Reynt verður eftir fremsta megni að greina framtíðarþróun innan bæði blaðamennsku og ljósvakamiðlunar. Fjallað verður um ýmisleg siðferðileg álitamál sem tengjast blaðamennsku og farið í siðareglur blaðamanna