FRAN1FF05 - Frásagnir og ferðalög

Undanfari : FRAN1FR05

Lýsing

Nemendur bæti markvisst við grunnþekkingu sína í tungumálinu og geti beitt því við æ fjölbreyttari aðstæður. Frásagnir í nútíð og þátíðunum tveimur eru æfðar munnlega og skriflega. Nemendur öðlast m.a. færni í að tala um nám og atvinnu, gefa ráð og leiðbeiningar, lýsa áfangastöðum og ferðalögum. Nemendur auka lesskilning sinn m.a. með því að lesa einfalda skáldsögu eða smásögur. Nemendur fá aukna innsýn í menningarheim frönskumælandi svæða og vinna menningartengt heimildaverkefni.