FRAN1FR05(FR) - Framhaldsáfangi

Undanfari : FRAN1GR05

Lýsing

Í þessum áfanga eru viðfangsefni grunnáfangans rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Bætt er við orðaforða- og málfræðiþekkingu og áfram unnið með tal, hlustun, ritun og lestur. Nemendur verði m.a. færir um að tala um veður, áform, lönd og borgir, húsnæði, daglegar venjur og tímasetningar. Einnig læra nemendur að tjá sig í þátíð og að bjarga sér á veitingastöðum og í verslunum. Nemendur öðlast aukna innsýn í menningu og siði frönskumælandi svæða og aukið vald á framburði.