FRAN2KV05 - Kvikmyndir

Undanfari : FRAN2RI05

Lýsing

Áfram er unnið með færniþættina fjóra. Orðaforðaþekking er dýpkuð verulega til að takast á við sérhæfðari efni. Æ meiri áhersla er lögð á að nemendur tjái sig skriflega og munnlega og öðlist sjálfstæði í vinnubrögðum fyrir slík verkefni. Unnið er með þematengt efni og skipa kvikmyndir frönskumælandi landa þar stærstan sess. Kvikmyndir eru útgangspunktur fyrir ýmiss konar verkefni og er þeim einnig ætlað að auka læsi nemenda á menningu frönskumælandi svæða. Lesskilningur er dýpkaður með lestri á skáldverki.