FRAN2RI05 - Ritun og tal

Undanfari : FRAN1FF05

Lýsing

Í þessum áfanga er að mestu lokið við innlögn helstu þátta fransks málkerfis og nemendur dýpka því verulega þekkingu sína á því. Nemendur auka færni sína í lesskilningi, hlustun, tali og ritun. Orðaforðaþekking er dýpkuð í takt við kröfur um að nemendur geti rætt og ritað um sérhæfðari málefni og er unnið bæði með rauntexta og skáldverk. Munnleg og skrifleg tjáning skipar stærri sess en í fyrri áföngum og lögð er aukin áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.