HBFR2HE05 - Heilbrigðisfræði

Undanfari : Engar

Lýsing

Markmið áfangans er að nemandi öðlist skilning á því hvernig hugtök heilbrigði og sjúkdóma tengjast lífsvenjum okkar ásamt almennum siðum og venjum samfélagsins. Lögð er áhersla á að nemandi átti sig á markmiðum heilbrigðisfræðslu og forvarna. Farið er yfir tengingu trúar, sögu og menningar við heilbrigði samfélaga. Nemandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í námin.