Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreytileika hönnunar og markaðslögmálum greinarinnar í atvinnulífinu. Nemendur kynnist einnig tengslum greinarinnar við atvinnulífið í formi nýsköpunar, vöruþróunar, menningu, lista og stílsögu. Fjallað verður um ýmsa grunnþætti varðandi hráefnis- og vöruþekkingu og lög og reglugerðir. Mikilvægt er að nemendur átti sig á hlutverki þekkingar í hönnun og nýsköpun. Nemendur verði ljós gagnsemi hönnunar ásamt fjölbreyttum starfsvettvangi í samfélaginu. Nemendur halda dagbók, útbúa skýrslur vegna starfskynninga og kynna hver fyrir öðrum.