HÖNN3LV07 - Lokaverkefni

Undanfari : HÖNN2HA05

Lýsing

Lokaverkefni er raunverkefni unnið út frá áhugasviði hvers og eins. Viðfangsefni nemenda geta tengst ákvörðunum þeirra um val á framhaldsnámi eða innan atvinnulífsins. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi nýsköpunar á hlut, verki, vöru eða þjónustu m.a. í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og ráðgjafa úr atvinnulífinu. Nemendur skila vandaðri hugmyndavinnu, fylgja skipulögðu vinnuferli í formi hugmynda- og vinnumöppu auk skýrslugerðar (viðskiptaáætlunar). Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda. Nemendur þurfa að geta skilgreint markhóp fyrir vöru og/eða þjónustu, fjármagna verk sitt, markaðssetja, framleiða og selja. Lokamarkmiðið er að taka þátt í samkeppnum, sýningum og halda kynningar. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við kennara skólans