HÖNN3NS05 - Nýsköpun

Undanfari : HÖNN2HA05 HÖNS2HI05

Lýsing

Markmiðið er að nemendur hanni frumverk (prótótýpu) af vöru og/eða þjónustu. Markmiðið er að verkið uppfylli skilyrði nýsköpunar. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í að fylgja eftir hugmynd á skipulagðan hátt að lokaútfærslu. Nemendur geta unnið verk sín í samvinnu eða tengslum við fyrirtæki, stofnanir og/eða á eigin forsendum. Farið er í ýmsa þætti varðandi hönnun. Nemendur taka þátt í sýningu og samkeppni.