Lýsing
Megináhersla er lögð á að fylgja eftir þróun í fata- og textílsögu fram til dagsins í dag. Tekin er fyrir íslensk arfleifð og hvernig staðið er að varðveislu og samtímasöfnun á fatnaði og textíl. Þá er tekið fyrir hvernig fatnaður talar til okkar hvað varðar stéttarstöðu, lífsstíl, hóptilfinningu, athafnir og hefðir. Hvenær og hvernig tískan varð að markaðsvöru og hvernig unglingatískan mótaðist. Einnig er lögð áhersla á framleiðslu- og vinnuumhverfi fata- og textílgreinarinnar í fortíð, nútíð og framtíð. Nemendur nýta fjölbreyttar upplýsingaleiðir við verkefnavinnu í tengslum við innihald áfangans s.s. netið, fagbækur og fagblöð ásamt.