HUGM1HU05 - hugmyndavinna

Undanfari : TEIKN1GR05 LITA1LT05

Lýsing

Í áfanganum verður kennd markviss hugmyndavinna. Ýmsar aðferðir sem menn beita við að fá og þróa hugmyndir verða kenndar eins og til dæmis hugkort og synektík. Nemendur halda dagbók og vinna markvissa skissuvinnu og safna hugmyndum sínum í hugmyndabanka. Kenndar verða aðferðir við að vinna hugmynd frá frumskissu til ákveðins hlutar s.s. húss, flíkur, myndverks, kvikmyndar o.s.frv. Nemendur fá þjálfun í að ræða um og gagnrýna verk sín og annarra nemenda. Nemendur fara með kennara og á eigin vegum á sýningar sem tengjast efni áfangans og skila umfjöllun um þær. Íslenskir listamenn verða kynntir.