Undanfari : Fyrir nemendur sem fá C á grunnskólaprófi eða hafa klárað ÍSLE1UA05.
Lýsing
Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í ólíkum gerðum ritsmíða og ýmsu sem tengist málnotkun og tjáningu. Nemendur rifja upp helstu hugtök bókmenntafræði og bragfræði sem og helstu stafsetningarreglur, málfræðihugtök og grunnatriði setningafræði. Í áfanganum lesa nemendur smásögur, skáldsögu, Íslendingaþætti og ljóð sem og annað efni sem stuðlar að aukinni lestrarfærni og getu til túlkunar. Nemendur styrkja eigin málfærni með því að flytja efni í ræðu og riti.