ÍSLE2MG05 - Málsaga, goðafræði, bókmenntir og ritun

Undanfari : Fyrir nemendur sem hafa fengið A eða B á grunnskólaprófi eða hafa klárað ÍSLE1UN05.

Lýsing

Nemendur kynna sér heim og hugmyndafræði nýrra sagna jafnt sem fornbókmennta. Fjallað er um helstu þætti málsögu og einnig er ítarleg umfjöllun um goðafræði. Nemendur eru þjálfaðir í gerð heimildaritgerða og læra ýmislegt um frágang ritaðs máls auk þess sem farið er áfram yfir helstubókmenntahugtök og stafsetningarreglur. Ætlast er til að nemendur geti flutt mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt.