Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri um hlutverk þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemandi öðlast undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun í að bregðast við meiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og áhrif vímuiefna á afkastagetu og árangur. Nemandi fær þjálfun í áætlunargerð. Hluti áfangans fjallar um félagsmálastörf. Nemandinn fær þjálfun í fundarstörfum s.s. fundarstjórn, fundarritun og lærir um helstu hlutverk stjórnarmanna. Nemandi lærir að lesa úr skipuritum og hvernig starfað er eftir þeim. Áfanginn jafngildir þjálfaranámskeiði ÍSÍ 1a, 1b og 1c almenna hluta.