ÍÞRF3ÍL05 - Líffærafræði og íþróttameiðsl

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað verður um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Einnig verður fjallað um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað verður um einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Fjallað er um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Áfanginn byggir að stórum hluta á starfrænni hreyfifræði, þ.e. hvernig vöðvar, bein og liðamót líkamans koma við sögu í fjölbreyttum hreyfingum. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu. Einnig eru kenndar fyrirbyggjandi æfingar og mismunandi aðferðir við meðhöndlun íþróttameiðsla. Nemendur læra að bregðast við algengum íþróttameiðslum.