ÍÞRF3LS05 - Lífeðlisfræði og skyndihjálp

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og gerð vöðvaþráða. Einnig er fjallað um þol, kraft, hraða, liðleika, tækniþjálfun og markmiðsáætlanir. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Í áfanganum er fjallað um helstu grunnþætti íþróttasálfræðinnar. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu íþróttamanna. Fjallað er um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi.Nemendur læra undirstöðuatriði skyndihjálpar þ.á.m.. grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækis, læsta hliðarlegu, að greina innvortis og útvortis áverka, að bregðast við bráðum veikindum og flutning slasaðra. Áfanginn er að mestu leiti bóklegur.