ÍÞRÓ1HR02 - Hreyfing

Lýsing

Áfanginn er verklegur og miðar að því að nemendur fái almenna líkamlega hreyfingu og þjálfun á fjölbreyttan hátt. Leitast verður við að nemandi geti fundið sér hreyfingu við hæfi. Nemendur kynnast mismunandi hreyfingu og íþróttagreinum sem þeir geta stundað sem hluta af sínum lífsstíl í framtíðinni. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar, þols, styrks og liðleika.