ÍÞRÓ2DL02 - Dansleikhús

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á líkamann sem tjáningartæki og að gera nemendur meðvitaða um líkama sinn og hreyfingar. Nemendur kanna margar ólíkar leiðir í dansi og hreyfingum til að tjá og túlka sögur, persónur, tilfinningar o.s.frv. Áfanga lýkur með dansleikhússýningu.