ÍÞRÓ2JÓ02 - Jóga

Lýsing

Áfanginn er að öllu leyti verklegur og markmið hans er auka áhuga og getu nemandans svo hann geti nýtt sér hatha jóga sér til heilsubótar og ánægju. Í þessum áfanga fer kennslan fram í formi æfinga þar sem farið er yfir 84 grunnlíkamsstöður í hatha jóga. Þátttaka nemandans á jafnframt að efla styrk, þrek- og þol með fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. Lagt er upp með að nemandinn upplifi líkamlega, andlega og félagslega ánægju í gegnum þjálfunina.