ÍÞSÞ2SÞ02 - Starfsþjálfun

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Markmið áfangans er að undirbúa nemendur undir þjálfun barna og ungmenna. Starfið getur verið tengt fjölbreyttri þjálfun í íþróttagrein hjá íþróttafélagi eða starfi í íþrótta- og frístundaskóla íþróttafélags eða leikskóla. Nemandinn verður látinn setja upp æfingaáætlun með íþróttakennara/þjálfara og kenna eftir þeirri áætlun. Æfingaáætlunin og kennslan er síðan metin. Nemendur þurfa að skila dagbók ásamt umsögn frá leiðsagnarkennara.