JARÐ2JÍ05 - Jarðfræði Íslands

Undanfari : Engar.

Lýsing

Farið er í innræn og útræn öfl með sérstakri áherslu á jarðfræði Íslands. Flekarek og heitir reitir, jarðskjálftar og brotalínur, landmótun jökla og vatnsfalla. Farið er í mismunandi gerðir eldvirkni, mismunandi kvikugerðir og storkubergsmyndanir. Eðli og uppruni mismunandi steinda er skýrður þar sem sérstaklega er fjallað um þær steindir sem helst finnast í íslensku storkubergi. Að lokum er farið í helstu undirstöðuatriði kortagerðar.