Lýsing
Í þessum áfanga er staða kynjanna og staðalímyndir þeirra í samfélaginu skoðuð. Jafnréttismál varða alla, enda er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins, rétt eins og uppruni, aldur, kynhneigð, stétt og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Birtingarmyndir kynjamisréttis og annars félagslegs misréttis eru ræddar og einnig áhrif þess á persónulega hamingju og félagslega velsæld. Meðal efnisþátta eru; kyn, kynhlutverk, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, samfélagsmiðlar, mörk, virðing, staðalmyndir, klám, ofbeldi, mansal,vændi og fleira þessu tengt.