Lýsing
Nemendur kynnast margvíslegum verkefnum sem tengjast uppsetningu leiksýningar. Í upphafi áfangans velja nemendur sér deild til að vinna í en allar deildir hafa það að markmiði að setja upp leiksýningu. Deildirnar geta verið eftirfarandi: Sviðsmynd og leikmunir, búningar, förðun og leikhúsliðar. Nemendur kynnast þeim verkefnum sem þarf að inna af hendi til að gera leiksýningu að veruleika. Áfanganum lýkur með leiksýningu sem sýnd er í nokkur skipti. Sérstök áhersla er lögð á gildi forvarna í víðu samhengi s.s. gegn vímuefnum og félagslegri einangrun.