LEIK2BS05 - Betra samfélag

Undanfari : LEIK2SL05

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur hugtakinu samfélagslistir og vinna verkefni tend sviðslistum út í samfélaginu. Einnig fá þeir innýn inn í ólíkar leiðir og listsköpun starfandi sviðslistafólks í landinu. Vinnan gengur út á valdeflingu og að opna augu nemenda fyrir ólíkum leiðum í sviðsetningu. Mikil áhersla er lögð á að tengja nám nemenda út í samfélagið, bæði þeirra nærsamfélag og út í fagsamfélag sviðslistafólks. Áfanginn er tvískiptur. Í öðrum hlutanum vinna nemendur sjálfstætt að uppsetningum og verkum með ólíkum samfélaghópum í nærumhverfinu s.s. eldri borgurum, leikskólabörnum og/eða nemendum innan FG. Í hinum hluta áfangans læra nemendur trúðatækni og einnig fá nemendur kynningu á ólíkum fagstéttum sem starfa innan leikhússins og því víðtæka starfi sem þar fer fram.Listamenn úr ólíkum áttum gefa nemendum innsýn inn í vinnu sína og hugmyndir um hvernig hægt er að útfæra og sviðsetja verk á ólíkan hátt inn í samfélaginu.