LEIK2RT05 - Rödd og texti

Undanfari : LEIK1GR05 og LEIK1SP05

Lýsing

Áhersla í áfanganum er á að kenna mismunandi aðferðir í textameðferð bæði textaflutningi og textaskilningi. Unnið er með ólíka texta í bundnu og óbundnu máli og nemendur fá tækifæri til að nálgast textavinnu á persónulegan hátt. Nemendur læra að vinna texta til flutnings, farið er í grunnvinnu í raddbeitingu og hljóðmótun og þeir fá þjálfun í að hlusta á og flytja mismunandi gerðir texta. Einnig fá nemendur kennslu í raddheilbrigði.