LEIK2SL05 - Saga leiklistar

Undanfari : LEIK1GR05 og LEIK1SP05

Lýsing

Nemendur kynnast íslenskri leiklistarsögu sem og mikilvægum straumum og stefnum í vestrænni leikhúshefð 20.aldar. Tíðarandinn sem mismunandi verk og kenningar spruttu úr er skoðaður og einnig viðhorf og gildi þess tíma. Nemendur læra um nokkra þekktustu og áhrifamestu leikhúslistamenn og fræðimenn 20.aldar og hugmyndir þeirra um leikhús.