LEIK2SV05 - Senuvinna

Undanfari : LEIK2BS05 LEIK2RT05

Lýsing

Nemendur læra að vinna leikin atriði á sviði frá fyrsta samlestri að uppsetningu. Nemendur fá innsýn inn í aðferðir Stanislavskis og fleiri áhrifamanna í leiklistarsögunni sem lögðu áherslu á vinnu leikarans. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og að nemendur skili þeirri heimavinnu sem sett er fyrir hverju sinni. Áfanganum lýkur með opnum tíma þar sem atriðin eru sýnd fyrir framan áhorfendur.