LEIK3LB05 - Leiktu betur

Undanfari : Leik1sp05

Lýsing

Áfanginn er spunaáfangi þar sem unnið er með aðferðir leihússports og tekur mið af Leiktu betur; Leikhússportkeppni framhaldsskólanna. Áfanginn leggur áherslu á vinnu með hópvitund, liðheilds og samvinnu í spuna. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri til að vinna með ólíku fólki og munu nemendur á endanum með aðstoð kennara hópa sig saman í lið eftir Leiktu betur forskriftinni með það að markmiði að keppa fyrir hönd skólans í þeirri keppni. Í lok áfangans verður haldin forkeppni þar sem lið úr áfanganum sem og önnur áhugasöm lið keppa um sæti í Leiktu betur; Leikhússportkeppni framhaldsskólanna. En það lið verður valið af utanaðkomandi dómnefnd.